Quesadilla með avókadó og mozzarella

Quesadillas með avókadó og mozzarella

18
  • 15 Mins
  • 15 Mins
  • 8 Ingredients
  • Mild

Quesadillas er eiginlega bara annað orð yfir himnaríki á milli tveggja tortilla! Í raun geturðu notað hvaða ost sem er til að búa til hinn fullkomna rétt, allt eftir þínum smekk. Quesadillas passa sem forréttur, smáréttur, nasl eða hádegisverður; þessi einfaldi réttur er til í ótal útgáfum og með fjölbreyttu meðlæti.

What to shop

Serves {0} portions
Quesadilla 
1 pk Santa Maria Tortilla Original Medium 8-pack
300 g rifinn ostur
250 g mozzarella
3 tómatar
3 lárperur (avókadó)
0.5 flaska Santa Maria Jalapeño Topping
1 handfylli ferskur kóriander
olía til steikningar

How to prepare

  1. Myljið ostinn og sneiðið mozzarella-ostinn og tómatana. Skerið lárperurnar í tvennt, losið þær úr hýðinu og skerið í þunnar sneiðar. Saxið jalapeños-piparinn.
  2. Dreifið ostinum, mozzarella-sneiðunum, tómat- og avókadósneiðunum á fjórar af tortillunum.
  3. Sáldrið yfir þetta grænu salsa (Salsa Verde) og jalapeño-bitunum.
  4. Leggið því næst fjórar, tómar tortillur yfir þessar með meðlætinu, þrýstið varlega niður. 
  5. Steikið quesadillurnar í olíu við meðalhita á báðum hliðum þar til þær hafa tekið fallegan lit og osturinn hefur bráðnað.
  6. Skerið quesadillurnar í þríhyrnina og berið fram!

Vissirðu að avókadó er eiginlegt heilsufæði? Þessi ávöxtur heitir lárpera á íslensku og ekki einasta er hún góð á bragðið heldur líka góð fyrir heilsuna! Alltaf er maður að græða!